Youth Info Survey er könnun sem Eurodesk sendir út annað hvert ár. Hún var síðast send út haustið 2024 og var hlekkur á könnunina sendur á náms- og starfsráðgjafa sem dreifðu könnuninni meðal ungmenna. Svarendur voru 7144 á aldrinum 13-35 ára, frá 36 Evrópulöndum. Þar af voru fleiri en 100 svör frá Íslandi sem er besta svarhlutfall Íslands til þessa.
Niðurstöðurnar benda til þess að ungt fólk telur dvöl erlendis bæði mikilvæga fyrir persónulegan þroska og starfsþróun. Íslensk ungmenni eru áhugasamari en evrópsk um nám erlendis og þau eru líklegri til að treysta á fjölskyldu sína til að fá upplýsingar um tækifæri erlendis.
Könnunin leiðir í ljós að ungt fólk sem tilheyrir minnihlutahópum, ungt kynsegin fólk og þau sem búa við efnahagslegar áskoranir standa frammi frekar frammi fyrir hindrunum en annað ungt fólk þegar kemur að því að fara erlendis. Þar á meðal eru fjárhagslegar og stjórnsýslulegar hindranir, erfiðleikar við að eignast nýja vini og skortur á tungumálakunnáttu. Könnunin undirstrikar einnig mikilvægi þess að vera til staðar þar sem ungt fólk er - í skólum, í heimabyggðum og á netinu. Þannig geta upplýsingaþjónustur eins og Eurodesk mætt þörfum fjölbreyttra ungmennahópa.
Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar úr íslensku niðurstöðunum en niðurstöður könnunarinnar má lesa hér. Fyrir niðurstöður frá Evrópu í heild má skoða þetta skjal á ensku.
- Íslensk ungmenni eru almennt jákvæð í garð þess að fara erlendis, virðast vera örlítið varkárari en jafnaldra þeirra í Evrópu.
- Meiri áhugi á námi erlendis en meðal evrópskra ungmenna - kannski af því að algengt er á Íslandi að fólk fari í nám erlendis.
- Sjálfboðaliðastörf erlendis vekja minni áhuga á Íslandi (60% áhugasöm) en í Evrópu (74%).
- 96% íslenskra svarenda telja dvöl erlendis hafa „jákvæð“ eða „mjög jákvæð“ áhrif á persónulegt líf sitt (vs. 98% í Evrópu). Hlutfall þeirra sem velja „mjög jákvæð“ þó lægri í íslenska hópnum.
- 50% íslenskra ungmenna höfðu aldrei leitað að upplýsingum um tækifæri erlendis (vs. 23,2% í Evrópu).
- Þau treysta upplýsingum frá fjölskyldu meira.
- Þau eru hlynntari persónulegri ráðgjöf og að fá leiðbeiningar um hvernig á að nýta dvölina og fá reynslu metna við heimkomu.
- Facebook og TikTok eru vinsælli á Íslandi en annars staðar í Evrópu.
- Hærra hlutfall svarenda voru kvár, hinsegin eða með fötlun á Íslandi en að meðaltali í Evrópu.
- Meiri fjölbreytileiki í íslenska hópnum varðandi kyn og tungumál (8,7% hafa ekki íslensku að móðurmáli).
- 78% íslenskra svarenda höfðu aldrei tekið þátt í neinni dvöl erlendis (vs. 61% í Evrópu).
- Aldurshópurinn 16–18 ára var stærstur á Íslandi.