IMG_4510

Sjálfboðaliðastörf

Ungt fólk getur farið til Evrópu sem sjálfboðaliðar á vegum European Solidarity Corps og fá ferðakostnað, fæði og húsnæði innifalið

Lengi hefur fólk öðlast reynslu í öðrum löndum með því að gerast þar sjálfboðaliðar. Það getur verið lærdómsríkt og gefandi að vera sjálfboðaliði enda tala margir sjálfboðaliðar um að vaxa mikið sem manneskjur við reynsluna. Í Evrópu er sérstök sjálfboðaliðaáætlun sem auðveldar fólki að fara sem sjálfboðaliðar milli Evrópulanda. Þessi áætlun heitir European Solidarity Corps og spratt út úr Erasmus+ áætluninni.
Þessi sjálfboðaliðaáætlun er í boði fyrir 18-30 ára (18-35 ára í sérstökum mannúðarstörfum) og fá þátttakendur innifalið ferðakostnað, gistingu, fæði og vasapening. Samtökin sem taka á móti sjálfboðaliðunum eru vottuð af landskrifstofum European Solidarity Corps í hverju landi og fara umsóknir fram í gegnum evrópsku ungmennagáttina.
Fjölmörg önnur samtök og fyrirtæki sjá um að greiða leið fyrir sjálfboðaliða út um allan heim og er mikilvægt að skoða öll tækifæri vel - sérstaklega í þeim tilfellum þar sem rukkað er fyrir dvölina.
ETFOR-2Mynd 5