Vinna í Evrópu - bæklingurinn kominn út

31 August 2021

Við hjá Eurodesk leggjum mikla áherslu á að miðla ávallt upplýsingum til ungs fólks sem langar að fara til útlanda í nám, starfsnám eða að vinna. 

Til þess að ná til sem flestra hefur Eurodesk hannað seríu af bæklingum sem eiga að veita ungu fólki upplýsingar svo þau geti sjálf farið á vit ævintýranna úti í Evrópu, hvort sem það er sem námsmenn, sjálfboðaliðar eða starfskraftar. Þessi sería samanstendur af fimm bæklingum sem fjalla um það að vinna erlendis, læra erlendis, sjálfboðaliðastörf erlendis, umhverfisvæn ferðalög og reynslur erlendis sem henta öllum.

Í maí kom fyrsti bæklingurinn af þessum fimm út, Euro-working, en það var Eurodesk skrifstofan í Frakklandi sem útbjó hann. Þetta er gagnlegur bæklingur sem snertir á því sem ungt fólk þarf að hafa í huga ef það langar til Evrópu að vinna.

Í bæklingnum er farið yfir mismunandi tegundir vinnu í útlöndum (starfsnám, fullt starf, árstíðabundna vinnu, au pair, vinnuskipti), hlekkjum á gagnlegar vefsíður, upplýsingaveitur, áætlanir, góð ráð og margt fleira.

Nú hefur verkefnastýra Eurodesk á Íslandi lokið við að þýða bæklinginn á íslensku og geta fundið hann hér. Bæklinginn má finna á ensku hér.

Ef þið sjáið villur í bæklingnum eða hafið spurningar eða athugasemdir er velkomið að senda tölvupóst á miriam.petra@eurodesk.eu

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.