Eurodesk var stofnað árið 1990 og er samstarfsnet sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um tækifæri erlendis til ungs fólks í Evrópu. Í dag hefur Eurodesk stuðningshlutverk við Erasmus+ áætlunina og miðlar upplýsingum um hana til ungs fólks og þeirra sem starfa með ungu fólki. Eurodesk eru samtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni.
Eurodesk notar ýmsa miðla til að vekja athygli á tækifærum til náms, starfsþjálfunar og sjálfboðaliðastarfa í í Evrópu. Æskulýðsstarfsfólk getur einnig notað sér víðfemt net Eurodesk til að finna tengiliði í öðrum löndum til að vinna saman að Evrópuverkefnum.
Eurodesk er aðaluppspretta upplýsinga um Evrópustefnu í málefnum ungmenna en Eurodesk sér líka um að svara fyrirspurnum og hafa umsjón með efni á Evrópsku ungmennagáttinni. Fyrirspurnir er hægt að senda beint eða í gegnum gáttina en þjónustan er gjaldfrjáls.
Með Eurodesk starfa yfir 1600 staðbundnar upplýsingaveitur, sem á ensku kallast „multipliers“ sem eru svæðisbundin eða staðbundin samtök sem vinna með ungu fólki, veita þeim upplýsingar og ráðleggja þeim um tækifæri erlendis. Þetta geta verið æskulýðsfélög, félagsmiðstöðvar, samtök, sveitarfélög o.fl. en þrátt fyrir fjölbreytni þeirra er kjarninn í verkefnum þeirra sem samstarfsaðilar Eurodesk sá sami.
Einnig eru til svokallaðir Eurodesk sendiherrar sem geta verið fólk eða samtök sem stuðla að dreifingu upplýsinga um Erasmus+ og önnur tækifæri án samninga við Eurodesk en nota og miðla upplýsingum frá Eurodesk.
Til að tryggja gæði þjónustu í öllum Eurodesk löndunum býður Eurodesk upp á þjálfun, stuðning og aðgang að upplýsingaþjónustu.
Sagan hófst árið 1990... Lestu um upphaf Eurodesk (á ensku)!
Eurodesk er stýrt af framkvæmdanefnd (Eurodesk Executive Committee - EEC) sem samanstendur af að minnsta kosti 5 og í mesta lagi 7 meðlimum framkvæmdastjórnarinnar, þar af er einn forseti.
Framkvæmdanefndin er yfir tengslaneti Eurodesk og hefur umboð til að skipuleggja þá stefnu sem samtökin eiga að taka en einnig þá starfsemi og herferðir sem samtökin framkvæma bæði í heild og á landsvísu. Aðildarríki framkvæmdanefndarinnar hafa einnig það hlutverk að byggja upp samstarf við önnur samtök og stofnanir, þegar það gagnast Eurodesk.
Eurodesk Brussels Link (EBL) er samræmingaraðili netsins og virkar einnig sem framkvæmdastjóri Eurodesk vörumerkisins. Hlutverk þess er að veita stuðning við starfsemi og framkvæmd Eurodesk í mismunandi löndum og auðvelda samskipti um yfirstandandi verkefni bæði innanhúss og gagnvart almenningi. EBL gefur því reglulega út upplýsingar, en hefur einnig frumkvæði að og samræmir kynningarherferðir og verkefni á evrópskum vettvangi sem síðan eru framkvæmdar í Eurodesk löndunum 36.
Landsskrifstofur Eurodesk eru 38 talsins og þar starfa fulltrúar hvers lands við verkefni Eurodesk á landsvísu ásamt því að stuðla að samhæfingu og samvinnu. Landskrifstofur styðja við innlenda samstarfsaðila í skipulagi á viðburðum, auk þess að miðla upplýsingum um málefni ungmenna til þeirra. Á landsvísu hafa fulltrúarnir einnig umsjón með Evrópsku ungmennagáttinni og skipuleggja landsviðburði og herferðir í tengslum við hana. Hlutverk þeirra er einnig að gefa út upplýsingar þegar það á við.
Samstarfsaðilar Eurodesk eru yfir 1100 í 36 löndum um alla Evrópu. Þeir eru oftast kallaðir multipliers eða margfaldarar og eru yfirleitt staðbundin samtök (t.d. æskulýðsfélög, félagsmiðstöðvar, sveitarfélög) en þrátt fyrir fjölbreytni þeirra er kjarninn í hlutverki þeirra sá sami. Margfaldarar eru einn mikilvægasti þátturinn innan Eurodesk netsins, því þeir eru í samskiptum við ungt fólk augliti til auglitis á viðburðum og í herferðum sem þeir skipuleggja. Margfaldarar sjá til þess að þær upplýsingar um hreyfanleika sem safnað er í Eurodesk netið nái til ungs fólks, sem síðan fær ráðgjöf sem byggist á persónulegum þörfum þeirra.
er að vekja athygli ungs fólks á tækifærum og hreyfanleika erlendis, ásamt því hvetja það til að verða virkir samfélagsþegnar.
Eurodesk á Íslandi
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu
Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast.
© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.