Tækifæri fyrir ungt fólk
Hér finnur þú nánari upplýsingar um tækifæri á vegum Erasmus+ og European Solidarity Corps
Ungmennaskipti
Ungt fólk á aldrinum 13-30 ára getur sótt um styrk frá Erasmus+ til að fara í hópferð til Evrópu og hitta annað ungt fólk.

Sjálfboðaliðastörf
Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára getur farið sem sjálfboðaliðar í 2-12 mánuði til Evrópu. European Solidarity Corps veitir flug, gistingu og fæði, auk vasapeninga.

DiscoverEU
Ungt fólk á 18. ári getur skráð sig í happdrætti sem heitir DiscoverEU. Vinningshafar fá flug til og frá Íslandi og lestarpassa til að ferðast um Evrópu

Skiptinám
Nemendur í háskólanámi geta farið í skiptinám til Evrópu á Erasmus+ styrk. Þannig er hægt að prófa að vera í námi í öðru Evrópulandi í 1-2 annir. Nánar hjá alþjóðafulltrúum háskólanna.

Starfsnám
Nemendur í háskóla og iðn-, verk-, eða listnámi í framhaldsskóla geta farið til Evrópu og tekið starfsnám á evrópskum vinnustað í starfi sem tengist náminu í allt

Samfélagsverkefni
Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára getur sótt um styrk til að gera verkefni hér innanlands sem hafa jákvæð áhrif á þeirra samfélag.
