Tækifæri fyrir þau sem vilja styðja ungt fólk

Multipliers eða margfaldarar eru samtök eða stofnanir sem taka virkan þátt í að kynna Eurodesk og miðla upplýsingum til ungmenna í sínu nærsamfélagi. Þetta eru lykilaðilar í því að gera tækifæri aðgengileg og styðja ungt fólk í að komast út í heim í nám, starfsnám, skiptinám eða önnur verkefni sem Erasmus+ og European Solidarity Corps bjóða upp á.

Hlutverk multipliers:

  • Dreifa upplýsingum um styrki, nám og sjálfboðastörf í Evrópu."Teiknuð mynd af þremur fjölbreyttum einstaklingum sem standa saman. Einn þeirra heldur á regnbogafána, annar er í hjólastól og heldur á gjallarhorni, og þriðji hefur dökkan húðlit og sjálfsörugga framkomu. Í bakgrunni er blár og gulur stjörnuhiminn. Stór texti segir: 'Sama hverjar aðstæður þínar eru, þá byrjar ævintýri þitt í Evrópu HÉR.' Neðst á myndinni er Eurodesk merkið."
  • Skipuleggja kynningar og viðburði sem vekja áhuga ungmenna.
  • Veita ráðgjöf og stuðning til ungs fólks

Af hverju ættu samtök að gerast multiplier?

  • Auka áhrif og sýnileika. Að vera Eurodesk-samstarfsaðili er gæðastimpill sem styrkir ímynd og getur t.d. hjálpað þegar sótt er um styrki. 
  • Fá aðgang að
    • evrópsku tengslaneti annarra multipliera og landskrifstofa víða um Evrópu. Þangað er hægt að leita að samstarfsaðilum fyrir Erasmus+ verkefni
    • ókeypis verkfærum og efni: kynningarefni, þjálfun og stuðningur sem auðveldar að veita upplýsingar um tækifæri erlendis.
    • þjálfun, ráðstefnum og netfundum sem efla hæfni starfsfólks.
  • Tækifæri til að taka þáttt í evrópskum verkefnum og kynningarherferðum.
  • Stuðningur frá Eurodesk skrifstofunni til að halda eigin viðburði sem kynna tækifæri erlendis.

Til þess að verða opinber samstarfsaðili Eurodesk á Íslandi er hægt að senda fyrirspurn til eurodeskis@eurodesk.eu. Eurodesk multipliers þurfa að gera grein fyrir því hvernig þjónustu þeirra við ungt fólk er háttað og skrifað er undir samning til tveggja ára. Samningurinn hefur engar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir samtökin nema ef þau fá styrk fyrir viðburðum, þá þarf að gera grein fyrir því hvernig styrknum var ráðstafað. Eurodesk tengiliðurinn á Íslandi er sínum multipliers innan handar fyrir fyrirspurnir um tækifæri erlendis og skipulag viðburða.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.