Fleiri reynslusögur frá DiscoverEU

29 October 2024

FA person with long hair stands by a river, looking at a grand, illuminated building with a dome and spires at dusk. The sky is a deep blue, and the building's lights reflect on the water.jölmörg ungmenni hafa ferðast frá Íslandi síðan Ísland tók fyrst þátt í happdrættinu árið 2022, eða u.þ.b. 100 á ári. Róbert Smári Georgsson sem ferðist með besta vini sínum til tveggja landa segir að það sem staðið hafi upp úr í sinni ferð hafi verið að fara á rapp hátíðina Rolling Loud sem haldin var nálægt Vín í Austurríki auk þess að fara í skemmtigarð í Barcelona. Róbert bætti svo við að það hafi líka verið „bara ótrúlega gaman að ferðast tveir vinir saman“. Mesta áskorunin hefði verið að plana allt sjálfir en það hafi að vonum verið lærdómsríkt.Two people are taking a selfie outdoors. The person in the foreground is smiling, wearing a cap and a necklace. The person in the background is wearing glasses and a cap, with a neutral expression. Greenery and a clear sky are visible in the background.

Vinkonurnar Vala og Helena heimsóttu Þýskaland, Tékkland, Austurríki, Slóvakíu, Ungverjaland, Slóveníu og enduðu á Ítalíu. Þær hafi lagt áherslu á að heimsækja staði sem þeim þætti annars ekki líklegt að heimsækja sjálfar, og nefndi Vala að hennar uppáhaldsstaðir hefðu verið stöðuvatnið Bled í Slóveníu og borgirnar Prag og Flórens. Þær mæltu með að gista á farfuglaheimilum til að kynnast öðru fólki á ferðalagi, fara í skemmtilegar dagsferðir og borða alltaf á allavega einum góðum veitingastað með þjóðlegum mat.

Uppáhalds minningin þeirra hafi þó verið fjallganga á fjallinu Wendelstein í Þýskalandi, sem samkvæmt upplýsingum átti að vera auðveld og þægileg. Umhverfið var vissulega fallegt en á leið upp fjallið tóku þær eftir því að þær sáu einungis aðra ferðalanga á leið niður. „Loksins komumst við á toppinn og þá föttum við að allir voru að taka kláf upp og taka svo gönguna niður á meðan við vorum að puðast við að ganga upp fjallið!“

Bæði Róbert og Vala voru sammála um að langa að ferðast meira eftir þessa Evrópuferð, en Róbert hefur nú áhuga á bakpokaferðalagi um Asíu en Vala horfir til Norður-Ameríku.

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.