Eina sem þarf að gera er að senda inn ljóð eða örstutta sögu (hámark 500 orð). Það má senda inn nafnlaust en til þess að eiga möguleika á verðlaunum biðjum við ykkur að setja netfangið ykkar í neðsta reitinn.
Senda má inn verk á hvaða tungumáli sem er, en við hvetjum ykkur þá til að útbúa eigin þýðingu á íslensku eða ensku, en annars notum við Google Translate og getum ekki tekið ábyrgð á að þýðingin komi rétt út.
Í verðlaun verður gjafabréf frá YAY sem hægt er að nota á fjölmörgum veitingastöðum, í skemmtun eða í búðum! Valin ljóð verða svo birt á miðlum Eurodesk og jafnvel prentuð.
Í tilefni af evrópsku ungmennavikunni 2024 býður Eurodesk á Íslandi upp ókeypis vegglistarnámskeið undir leiðsögn hæfileikaríku Karen Ýr. Þema evrópsku ungmennavikunnar í ár er lýðræðisleg þátttaka ungs fólks og mikilvægi þess að koma röddum sínum á framfæri og við hvetjum þátttakendur til að nýta listina til þess.
Á námskeiðinu verður farið yfir ferli vegglistar frá byrjun til enda, þ.e. frá hugmyndavinnu, skissuvinnu og mála vegglistaverk. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur sem og vana list skapara.
Námskeiðið er fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára og er pláss fyrir 8 þátttakendur. Við látum ykkur vita eftir skráningu hvort þið séuð skráð á námskeiðið eða biðlista.
Námskeiðið fer fram 6.-7. apríl milli 10-15 í Húsnæði Molans í Kópavogi (Molinn ungmennahús).
Karen Ýr (xKarenYrx) er reyndur listamaður með margra ára reynslu við vegglist, en hennar miðill felur í sér pensil, veggmálingu og stóran vegg. Karen hefur einnig unnið sem sjálfboðaliði hjá European Solidarity Corps þar sem hún gerði vegglistaverk í Ungverjalandi. Í gegnum árin hefur Karen því safnað mörgum vegglistar-trixum upp í ermarnar og hlakkar til að kenna öðrum þessi trix á þessu vegglistarnámskeiði.
Ath að á námskeiðinu verður ekki málað á veggi heldur stórar spónaplötur þó tækni vegglistar verði notuð. Vegglistaverk sköpuð á námskeiðinu verða til sýnis á Evrópuhátíð í Kolaportinu í maí en að henni lokinni fá þátttakendur listaverkin til eignar.
Það sem þáttakendur þurfa/mega taka með:
Þurfa: Nesti, Málingarföt og málingar skó.
Mega: Skissutól; t.d. iPad, Skissubók, eða miðill sem þáttakanda finnst gott að vinna skissur í.
Annars verða einnig skissutól á námskeiðinu.