Eurodesk hefur gefið út gagnlegan bækling um andlega heilsu sem nýtist þeim sem eru að hugsa um að fara og dveljast erlendis, fjarri heimaslóðum. Bæklingurinn er enn sem komið er bara á ensku en við ætlum að þýða hann á næstu misserum svo hann geti verið í boði á íslensku. Hægt er að nálgast bæklinginn hér á vefnum undir Upplýsingar > Andleg heilsa.
Í bæklingnum er hægt að lesa um tilfinningar sem geta sprottið upp við dvöl erlendis, t.d. menningarsjokk og heimþrá. Gott getur verið að þekkja eðlileg einkenni þessa hluta - og vita hvenær væri ráðlagt að leita sér aðstoðar.