Samfélagsstyrkir
Hópar ungs fólks sem vilja framkvæma eitthvað jákvætt fyrir sitt nærsamfélag geta fengið styrki fyrir innanlandsverkefni European Solidarity Corps.
Hópurinn þarf að samanstanda af 5 einstaklingum á aldrinum 18-30 ára en verkefnið sem þau framkvæma getur tekið frá 2-12 mánuðum. Það hefur að markmiði að gera eitthvað jákvætt fyrir nærsamfélagið: það getur verið allt á bilinu að verkefnið geri eitthvað jákvætt fyrir annað ungt fólk, fyrir gamalt fólk, dýr, náttúruna, jaðarsetta hópa, vitundarvakningu um málefni eða hvað sem er. Svo framarlega sem það hefur að markmiði að hafa jákvæð áhrif.
Styrkurinn greiðir ekki laun heldur framkvæmd verkefnisins, en það er ýmislegt sem getur fallið þar undir. Framkvæmdahópurinn getur sótt um á eigin vegum en mælt er með því að hafa samtök eða t.d. félagsmiðstöð eða annað á bakvið þau.