Langar þig að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í Evrópu og öðlast dýrmæta reynslu, nýja færni og alþjóðleg tengsl? Hér eru tvö spennandi tækifæri með styrk frá European Solidarity Corps sem hefjast í mars 2026:
🎨 Youth work & community life – Slóvenía (mars 2026) Nánari upplýsingar EPI Center
Starf í ungmennamiðstöð: skipuleggja frístunda- og fræðslustarf, vinna með börnum og ungmennum og taka þátt í skapandi verkefnum
Hentar þeim sem hafa áhuga á samfélagsstarfi, fræðslu og alþjóðlegu umhverfi
🎶 Sing to Inspire – Ungverjaland (mars 2026) Nánari upplýsingar Sing to Inspire
Tengja fólk í gegnum söng og tónlist
Starf með börnum, ungmennum, öldruðum og fólki með fötlun – listir sem leið til þátttöku og tengsla
💡Hvað er European Solidarity Corps? Systuráætlun Erasmus+ : húsnæði, matur og ferðakostnaður greiddur + smá vasapeningur.
➡️ Kynntu þér tækifærin nánar með því að smella á viðeigandi hlekki hér að ofan.
#Eurodesk #ESC #sjálfboðaliðastarf #tækifæri #Evrópa ✨

