Eurodesk og Upplýsingastofa um nám erlendis, Farabara.is, halda opinn kynningarfund í samstarfi við Samband íslenskra nemenda erlendis (SÍNE) þann 19. des í Stúdentakjallara Háskóla Íslands. Kynningarfundurinn verður á milli kl. 17-19 og verður boðið upp á stutta kynningu á námi erlendis og pallborðsumræðum með ungum nemendum sem hafa farið út í nám. Hægt verður að ræða við þátttakendur á persónulegum nótum og spyrja þeirra spurninga sem helst brenna á.
Við hvetjum öll til að skrá sig á opna kynningarfundinn og kíkja við í huggulega jólastemningu á Stúdentakjallaranum og fræðast um allt sem viðkemur námi erlendis.

