Erasmus+ og European Solidarity Corps leggja áherslu á inngildingu og fjölbreytileika, og bjóða ungu fólki, óháð bakgrunni eða aðstæðum, tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum um alla Evrópu.
Eurodesk hefur gefið út nýtt kynningarefni sem útskýrir hvernig hægt er að fá aukinn stuðning til þátttöku, hvort sem um ræðir nám, sjálfboðastarf eða önnur spennandi verkefni.
Ef þú vilt uppgötva ný tækifæri og víkka sjóndeildarhringinn þinn, geturðu nálgast kynningarefnið hér: https://eurodesk.is/inngilding/.
Láttu ekkert standa í vegi fyrir þér og nýttu tækifærið til að taka þátt í ævintýralegum verkefnum víðs vegar um Evrópu.