Nú er hægt að taka þátt í Time to Move leik Eurodesk.
Í ár snýst keppnin um að hanna mynd á stuttermabol með þemanu „að ferðast um Evrópu“. Time to Move er árleg herferð sem samanstendur af viðburðum, á netinu og á staðnum, sem Eurodesk skipuleggur um alla Evrópu.
Time to Move herferðin er 10 ára gömul í ár - en markmið herferðarinnar er einfalt: Við viljum ná til ungs fólks í Evrópu, og láta þau vita um öll tækifærin sem eru í boði svo þau geti farið til útlanda að læra og uppgötva eitthvað nýtt.
Ef þið eruð að leita að upplýsingum sem henta ykkur persónulega, eða viljið bara taka þátt í einhverju sniðugu og kynnast nýju fólki, kíkið þá endilega inn á Time to Move og skoðið hvernig þið getið tekið þátt.