Í gær tók Eurodesk á Íslandi þátt í starfsdögum Samfés. Það var mjög ánægjulegt að hitta starfsfólk félagsmiðstöðva frá öllu landinu og heldur Eurodesk áfram að styðja við viðburðinn með veru sinni og styrk til samtakanna. Við hlökkum til að mæta á næsta ári en í þetta skiptið hélt Eurodesk fulltrúinn á Íslandi (sem er jafnframt inngildingarfulltrúi landskrifstofu Erasmus+) tvær málstofur um inngildingu á starfsdögunum.
Á málstofunum var stuðst við spil frá Eurodesk þar sem ungu fólki með ólíkan reynsluheim og bakgrunn er lýst - og var starfsfólk félagsmiðstöðva sem tók þátt í málstofunni gefið færi til að ræða hvaða áskoranir þau gætu ímyndað sér að þessi einstaklingur myndi upplifa í sinni félagsmiðstöð. Síðan var rætt saman í hóp hvað væri hægt að gera til að stuðla að inngildingu viðkomandi og öllum í hópnum gefið færi á að koma með dæmisögur eða góð ráð.
Það mynduðust mjög góðar umræður og Eurodeskið ánægt með virka þátttöku viðstaddra.