Ljóðasamkeppni Eurodesk - Ljóðabók

04 July 2024

Í tilefni af evrópsku ungmennavikunni í apríl efndi Eurodesk á Íslandi til einfaldrar ljóða- og smásögukeppni. Þema ungmennavikunnar í ár var lýðræði, virk þátttaka ungs fólks og að koma rödd sinni á framfæri - og var það  því einnig þema þessarar litlu keppni. Þátttakendur sendu inn ljóð eða stutta smásögu (hámark 500 orð). Hátt í 30 manns tóku þátt í keppninni og voru verkin mjög fjölbreytt, bæði á íslensku og ensku.
Sigurvegarar hlutu að verðlaunum gjafabréf frá YAY sem þau geta notað á fjölmörgum veitingastöðum, í skemmtun eða í búðum. Valin ljóð og smásögur voru prentuð í litla ljóðabók sem finna mér hér:

Ljóðabók Eurodesk

Sigurvegarar voru:

Í flokkinum ljóð:

  1. sæti : Leyndarmál sundsins, Ráðhildur
  2. sæti: Grófar útlínur, Kolbrún Óskarsdóttir
  3. sæti: Sunnudagsmessa, Regn

Í flokkinum smásögur:

Sameiginlega í 1. sæti

Heima er best, Guðrún María & I must remember, Leona Iguma

 

Enn eru til nokkur eintök af ljóðabókinni sem við viljum endilega gefa, ef þið hafið áhuga á að fá eitt slíkt sent ókeypis hafið endilega samband við eurodeskis@eurodesk.eu

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.