DiscoverEU hittingur

15 August 2023

Í gær hélt Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi í fyrsta skipti hitting fyrir DiscoverEU ferðalanga, eða svokallað „DiscoverEU Meet-up“. Þetta er annað árið sem Ísland tekur þátt í DiscoverEU, en verkefnið var fært undir Erasmus+ árið 2022. Nú þegar hafa fjölmörg íslensk ungmenni ferðast til meginlands Evrópu á vegum verkefnisins og flakkað vítt og breytt um álfuna á DiscoverEU lestarpassanum en verkefnið gengur út á að ungmenni víkki sjóndeildarhringinn og kynnist annarri menningu.

Þar sem engar lestarsamgöngur eru til Íslands stendur ungu fólki í Evrópu til boða að sækja um að koma til Íslands, en DiscoverEU bókar takmarkað magn flugmiða til landsins ár hvert (íslenskir þátttakendur fá alltaf flug til og frá meginlandinu innifalið). Í gær mættu 9 evrópsk ungmenni sem hafa verið að ferðast um Evrópu, eða eru að hefja ferðalagið sitt, á farfuglaheimilið Dal í Laugardal og hittu starfskonur landskrifstofunnar, Miriam og Veroniku. Þar voru auk þeirra fjögur íslensk ungmenni sem hafa lokið sínu ferðalagi.

Eftir að hafa fengið stutta landkynningu og kynnt sig fyrir hvoru öðru yfir kaffi og kruðeríi, fór hópurinn gangandi inn í Laugardal og spilaði kubb í sólinni. Að því loknu var farið í sund í Laugardalslaug svo evrópsku ungmennin gætu kynnst íslenskri sundmenningu. Til að klára daginn hélt hópurinn aftur á farfuglaheimilið þar sem voru grillaðar pylsur. Þegar Landskrifstofan kvaddi hópinn um kvöldið voru þau sæl og glöð með daginn og sest inn við borð á farfuglaheimilinu að spjalla saman og spila.

Við óskum ferðalöngunum ánægjulegrar dvalar á Íslandi og áframhaldandi ferðalags um Evrópu.

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.