Við viljum vekja athygli á samtökunum Roots sem starfa í Belgíu. https://www.roots-vlaanderen.be/ - hér er hægt að skoða vefinn á ensku. Roots eru einu samtök fólks af erlendum uppruna sem fá styrki frá flæmska ríkinu. Framtíðarsýn þeirra er að ganga úr skugga um að öll grasrótarsamtök sem vinna gott starf á staðbundnum vettvangi fái þá viðurkenningu sem þau eiga skilið og þau fái stuðning til að geta aukið starf sitt á sviði æskulýðsmála.
Roots eru regnhlífarsamtök yfir u.þ.b. 100 grasrótarsamtök sem eru rekin af fólki með „rætur“ fyrir utan Belgíu eða samtök sem reyna að ná til fólks með rætur utan Belgíu. Öll þessi samtök hafa einhverja vídd af fjölbreytileika. Roots starfa í flæmskumælandi hluta Belgíu.
Öll samtökin sem Roots starfa með upplifa einhverja þröskulda: t.d. eiga í erfiðleikum með að sækja um styrki, eiga erfitt með að gera umsóknareyðublöð, vinna öll í sjálfboðavinnu, eða eru með fáa starfsmenn. Roots setja upp tengiliðaráðstefnur fyrir þau, skipuleggur viðburði og þjálfar starfsfólkið að kostnaðarlausu.
Roots eru samtök með European Solidarity Corps vottun, þ.e. þau geta hýst sjálfboðaliða og sjálfboðaliðateymi. Roots eru líka dugleg að útbúa ungmennaskiptaverkefni. Þau ætla að sækja um QL í október til að auðvelda aðildarfélögunum þátttöku í Erasmus+ (Roots vill lækka þröskuldinn fyrir samtökin).
Á hverju ári sendir Roots starfsfólk eitthvert í námsferð, í ár fara þau til Tyrklands, en tilgangur með slíkum heimsóknum er að skoða æskulýðsstarf á ólíkum stöðum, sjá hvað þau geta lært af þeim og hvað þau geta kennt þeim sem eru á staðnum.
Roots halda árlega þjálfunarnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk frá mismunandi löndum til að skiptast á þekkingu. Á tveggja ára fresti innleiða þau KA2 verkefni um stefnumótandi samstarf. Í fyrsta slíka samstarfinu var útbúin vefsíða sem leiðbeinir fólki um hvernig hægt er að setja á fót NGO/samtök í kringum einhver málefni.