„Meira en bara útlendingur”

29 August 2022

(English below)

Í ágúst héldu Antirasistarnir mikilvægan viðburð fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi.

Þetta er fyrsti viðburðurinn þeirra og hlaut yfirskriftina „Meira en bara útlendingur”. Viðburðurinn var haldinn í Iðnó þann 14. ágúst og gaf lituðum ungmennum og ungmennum af erlendum uppruna á Íslandi vettvang til þess að deila reynslu sinni. Viðburðurinn fékk styrk með sérstökum styrk vegna Evrópuárs unga fólksins sem Eurodesk og Erasmus+ styrktu.

Samkvæmt Antirasistunum var viðburðurinn virkilega mikilvægur þar sem það skiptir gífurlegu máli fyrir fólk að geta speglað sig í öðrum sem hafa svipaða reynslu. Fólk af erlendum uppruna veit það vel að það getur verið erfitt að tala um reynslu sína við einstaklinga sem hafa t.d. aldrei upplifað fordóma eða útilokun sem byggist á kynþætti eða þjóðernisuppruna.

Vettvangurinn sem viðburðurinn skapaði veitti Antirasistunum einnig tækifæri til að tengjast grasrótinni og fylgjendum sínum enn frekar.

Myndir af viðburðinum má finna á samfélagsmiðlum Antirasistanna og eru þar veittar nánari upplýsingar um fleiri viðburði. Við vonum að Antirasistarnir sæki fleiri styrki til að halda mikilvæga viðburði eins og þennan.

 


This August, activist group Antirasistarnir organised an important event for young Icelanders of foreign descent.

This was their first event and bore the name "More than just a foreigner". The event took place in Iðnó on August 14 and gave youth of color and youth with foreign backgrounds in Iceland a platform to share their experiences. Eurodesk Iceland and Erasmus+ Iceland supported the event, through a special grant on the occasion of the European Year of Youth.

According to Antirasistarnir, an event such as this one is very important as it greatly affects people to be able to share their experiences with others that understand them. Many people with foreign backgrounds in Iceland can probably relate to the difficulties they face trying to explain their experiences to people who have never experiences racism and prejudice in real life.

The event also created a platform for Antirasistarnir to be in touch with their followers and the grassroot in general, and have discussions regarding their needs.

Photos of the event can be found on Antirasistarnir's social media, where people can also find further information about future events.

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.