Frjálst flæði í Okinu - styrkt af Eurodesk

24 August 2022

(English below) Í tilefni af Evrópuári unga fólksins styrktu landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi nokkur verkefni fyrir ungt fólk. Ein af þeim umsóknum sem fengu styrk frá Eurodesk að þessu sinni var verkefnið Frjálst flæði sem verður haldið reglulega í OKinu, Borgarbókasafninu Gerðubergi. Frjálst flæði er leiklistarklúbbur fyrir ungt fólk á aldrinum 14-19 ára og fer fram á einfaldri íslensku.

Í klúbbnum er boðið upp á spuna og leik og við fáum að kynnast ýmsum leiklistaraðferðum, svo sem spunaleikhúsi (ýmsum aðferðum) frásagnar-, götu- og þátttökuleikhúsi. Einnig verður farið í búningagerð og leikmyndahönnun og kynntar aðferðir til að semja og skapa saman leikhúsverk. Leiklistarklúbburinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 14-19 ára. Kennslan fer fram á einfaldri íslensku og er opin öllum sem vilja kynna sér töfra leikrænnar tjáningar sem byggir brú á milli tungumála og menningarheima. Fyrsti hittingur er 19. september en svo verður Frjálst flæði alla mánudaga fram á vorið. Eftir áramótin verður svo haldið áfram og ákveðið efni í leiksýningu eða gjörning fyrir vorið 2023.

Þekktir sviðslistamenn koma í heimsókn, þ.á.m. Vigdís Hafliðadóttir í hljómsveitinni Flott sem verður með námskeið í spunatækni og leikarinn Vilhelm Neto sem verður með uppistand- og spunanámskeið.

Hvenær: Alla mánudaga frá 19. september, kl. 16:00 - 17:30 í OKinu, Borgarbókasafninu Gerðubergi

Opnað verður fyrir skráningu 25. ágúst. Nánari upplýsingar má finna á vef Borgarbókasafnsins: https://borgarbokasafn.is/klubbarnir-okkar/frjalst-flaedi-spuna-og-leiklistarklubbur-14-19-ara

Umsjónarmenn eru:
Lukas Gregor Bury myndlistamaður og sérfræðingur ungmennastarfs í OKinu
lukas.gregor.bury@reykjavik.is | s. 411 6184
Ólöf Sverrisdóttir leikkona og verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu
olof.sverrisdottir@reykjavik.is | s. 664 7718


On the occasion of the European Year of Youth, the National Agency for Erasmus+ and Eurodesk Iceland sponsored several projects for young people. One of the applications that received a grant from Eurodesk this time was the project Free Flow (Frjálst flæði), which will be held regularly in OKið, the City Library Gerðubergi. Free flow is a drama club for young people between the ages of 14-19 and takes place in simple Icelandic.

The club offers improvisation and acting, and we get to know various acting methods, such as improvisational theater (various methods), narrative, street and show theatre. Costume making and set design will also be covered, and methods for composing and creating theater pieces will be presented. The drama club is intended for young people aged 14-19. The teaching is conducted in simple Icelandic and is open to anyone who wants to learn about the magic of theatrical expression that is based between languages ​​and cultures. The first meeting is September 19, but then there will be Free Flow every Monday until spring. After the holidays the sessions continue and end in a play or performance before spring 2023.

Well-known stage artists come to visit, including Vigdís Hafliðadóttir in the band Flott, who will have a course in improvisation techniques, and actor Vilhelm Neto, who will have a stand-up and improvisation course.

When: Every Monday from September 19, at 16:00 - 17:30 in OKið, City Library Gerðubergi

Registration will open on August 25. More information can be found on the City Library website: https://borgarbokasafn.is/klubbarnir-okkar/frjalst-flaedi-spuna-og-leiklistarklubbur-14-19-ara

Supervisors are:
Lukas Gregor Bury, visual artist and specialist in youth work at OK
lukas.gregor.bury@reykjavik.is | s. 411 6184
Ólöf Sverrisdóttir actress and project manager at the City Library
olof.sverrisdottir@reykjavik.is | s. 664 7718

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.