Eurodesk í þágu æskulýðsstarfs

13 June 2022

Eurodesk er ekki einungis upplýsingaveita fyrir ungt fólk um þau tækifæri sem bíða í Evrópu, heldur er Eurodesk einnig víðfemt tengslanet sem liggur allt frá Íslandi til Georgíu, frá Finnlandi til Portúgal - þvers og kruss um Evrópu alla, innan og utan ESB. Hér er hægt að fræðast meira um Eurodesk og tölfræðina sem viðkemur tengslanetinu.

Eurodesk vinnur í þágu æskulýðsstarfs og er einnig til staðar fyrir fólk sem vinnur með ungmennum.

  • En hvað þýðir þetta?

Starfsfólk í æskulýðsstarfi, hvort sem það er í félagsmiðstöðvum eða hjá samtökum sem vinna með ungu fólki, getur leitað til Eurodesk ef það er með hugmynd að verkefni til að sækja um Erasmus+ styrki en vantar samstarfsaðila í Evrópu. 

  • Hvernig virkar það? 

Starfsfólk getur sent lýsingu af hugmynd sinni að samstarfsverkefni á Eurodesk (helst á ensku) ásamt tengiliðaupplýsingum og Eurodesk sendir það áfram á tengslanet sitt. Í tengslaneti Eurodesk eru landskrifstofur í 36 löndum en einnig gífurlega víðfemt net félagsmiðstöðva, ungmennahúsa, ungmennasamtaka og fleiri sem starfa með ungu fólki. Þessi þjónusta kostar ekki neitt. 

Hlutverk Eurodesk er einnig að bjóða upp á þjálfun og fræðslu á ýmsum málefnum sem brenna á æskulýðsstarfsfólki. Eurodesk hefur fjármagn til að halda slíkar fræðslur og því er um að gera að láta vita hvaða málefni mestur áhugi er fyrir.

Eurodesk hvetur æskulýðsstarfsfólk til að hafa samband og sjá hvernig Eurodesk getur nýst þeim í sínu starfi.

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.