Happdrætti um ferðapassa - DiscoverEU

30 March 2022

Ísland þátttakandi í fyrsta sinn

Í næstu viku opnar fyrir umsóknir í DiscoverEU leikinn. DiscoverEU er skemmtilegur leikur sem Evrópusambandið fór af stað með fyrir nokkrum árum. Tilgangurinn er að gefa ungu fólki sem er 18 ára gamalt tækifæri til að skoða sig um í Evrópu. Núna í ár er búið að breyta til og DiscoverEU er orðið hluti af Erasmus+ áætlununum – sem þýðir að við á Íslandi fáum að vera með!

Hvað þýðir þetta?

Við fáum úthlutað ákveðnum fjölda interrail miða sem 18 ára gamlir einstaklingar á Íslandi geta unnið. Skilyrði til þátttöku er að vera með löglega búsetu á Íslandi (óháð þjóðerni) og vera fædd á bilinu 1. júlí 2003 til 30. júní 2004. Þ.e.a.s. unga fólkið verður að vera orðið 18 ára þann 1. júlí 2022 en þá hefst ferðatímabilið og gildir í eitt ár. Hver og einn miði gildir í mesta lagi 30 daga inni á þessu árstímabili.

Einstaklingar taka svo þátt í útdrættinum með því að fylla út upplýsingar um sjáflt sig á síðunni og svara nokkrum spurningum. Það er gott að gefa sér tíma til að gúggla svörin við spurningunum, því rétt svör auka lýkur á að vera dregið út. Það kostar ekkert að taka þátt í lottóinu en fólk þarf þó sjálft að bóka gistingar og allt svona auka sem gert er í ferðinni.

Umsóknir fara fram í gegnum Evrópsku Ungmennagáttina, sem er ungmennasíða Evrópusamstarfsins sem Erasmus+ er hluti af.

Hvað er interrail miði?

Interrail miðar er nokkurs konar passi sem gerir fólki kleift að ferðast . Bóka þarf sætin fyrir fram en þau eru í flestum tilfellum innifalin í miðanum. Mögulegt er að fólk þurfi að borga aukalega fyrir ákveðnar lestir eða fyrir sæti í fyrsta farrými óski það þess. Hægt er að skoða lestarkerfin sem eru inni í interrail miðanum betur á interrail síðunni.

Þar sem það er ekki hægt að ferðast með lest frá Íslandi verður flugið yfir á meginlandið innifalið fyrir þátttakendur héðan. Fólk verður þá að ákveða upphafs stað og láta skipuleggjendur DiscoverEU vita, sem sjá um að bóka flugmiðann.
Vinahópar geta sótt um saman og þá er einn aðili útnefndur „hópstjóri“ sem sækir um fyrir hópinn og svarar öllum spurningunum. Restin af vinunum þurfa þó að fylla inn nöfnin sín í sömu umsókn með því að nota umsóknarnúmerið sem hópstjóranum er úthlutað.

Langar þig ekki að ferðast á eigin vegum?

Það er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast með eldri vinum eða fjölskyldu, það geta allir keypt interrail miða og skipulagt ferðina saman. Ef þú vinnur þinn miða þá sparast sá kostnaður og þið gætuð jafnvel deilt kostnaðinum fyrir miða þess sem ferðast með þér.

Hvernig virka passarnir?

Vinningsmiðar eru ekki bundnir af ákveðnum ferðalögum og fólk ræður alveg sjálft hvernig það nýtir miðana en um það eru þó ákveðin skilyrði, sem má lesa um í reglunum á DiscoverEU síðunni. Hægt er að velja um flex eða fix miða, þar sem annað hvort er valið að ferðast á ákveðið mörgum sveigjanlegum dögum á meðan ferðinni stendur eða að festa fyrirfram ákveðnar ferðadagsetningar og ferðast milli tveggja landa. Hægt er að lesa nánar um DiscoverEU hér fyrir neðan

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.