Sjálfboðaliðatækifæri í Marmande, Frakklandi

10 January 2022

Upplýsingamiðstöð fyrir ungmenni í frönsku borginni Marmande auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að vinna með ungu fólki á svæðinu. Verkefnið stendur í 9 mánuði frá miðjum mars til loka nóvember 2022 og er styrkt af European Solidarity Corps. Það þýðir að þátttakendur fá ferðakostnað greiddan auk þess sem fæði og húsnæði er innifalið. Þá er smávægilegur vasapeningur innifalinn á dag.

Hver sem er á aldrinum 18-30 ára getur sótt um að taka þátt í verkefninu. Þótt tekið sé fram að verkefnið sé fyrir þátttakendur frá ESB löndum þá skoða þau líka umsóknir frá Íslendingum.

Verkefnið skiptist í þrennt:
1. Verkefni sem tengist menntun ungs fólks (Fer fram í upplýsingamiðstöð ungmenna, á bókasafninu og í félagsmiðstöðinni)
2. Verkefni sem tengist menningu (fer fram á safni í bænum, í leikhúsinu, upplýsingamiðstöð ungmenna og í félagsmiðstöðinni)
3. Verkefin um íþróttir og samskipti (fer fram í íþróttamiðstöðinni og upplýsingamiðstöð ungmenna)
Upplýsingapakka um verkefnið og hvert hægt er að senda umsóknir má finna hér:

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.