Upplýsingamiðstöð fyrir ungmenni í frönsku borginni Marmande auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að vinna með ungu fólki á svæðinu. Verkefnið stendur í 9 mánuði frá miðjum mars til loka nóvember 2022 og er styrkt af European Solidarity Corps. Það þýðir að þátttakendur fá ferðakostnað greiddan auk þess sem fæði og húsnæði er innifalið. Þá er smávægilegur vasapeningur innifalinn á dag.
Hver sem er á aldrinum 18-30 ára getur sótt um að taka þátt í verkefninu. Þótt tekið sé fram að verkefnið sé fyrir þátttakendur frá ESB löndum þá skoða þau líka umsóknir frá Íslendingum.