DiscoverEU - Ísland með frá 2022

23 November 2021

Það hefur kannski ekki verið mikið til að hlakka til síðustu misseri en nú er sannarlega komin ástæða til að fagna.

Frá árinu 2022 verður Discover EU verkefnið hluti af Erasmus+ og íslensk ungmenni geta í fyrsta sinn tekið þátt.

Hvað er DiscoverEU?

DiscoverEU verkefnið hefur það að markmiði að veita ungu fólki á 18. aldursári tækifæri til að læra um Evrópu með því að ferðast um álfuna og njóta þannig góðs af þeim hreyfanleika sem Evrópusamstarf færir. Í leiðinni fá þau að kynnast öðru ungu fólki, ólíkri menningu og nýjum tungumálum. Hingað til hefur verkefnið, eins og nafnið gefur til kynna, verið miðað við ríkisborgara Evrópusambandsins og ungt fólk á Íslandi hefur því ekki getað tekið þátt. 

Nú hefur breyting orðið á og verkefnið er komið undir hatt Erasmus+, en í þeirri áætlun er Ísland þátttakandi. Með þessari breytingu geta öll ungmenni sem eru búsett á Íslandi (óháð þjóðernisuppruna) sótt um að taka þátt í DiscoverEU. 

Til þess að taka þátt í DiscoverEU þarf að fylgjast með umsóknarfrestum en þeir eru tvisvar á ári. Sótt er um í gegnum evrópsku ungmennagáttina. Þegar opið er fyrir umsóknir geta einstaklingar eða vinahópar sótt um þátttöku. Allir þátttakendur þurfa að fylla út stuttan spurningalista (e. quiz) til að komast í pottinn og svo er dregið úr innsendum svörum. Þau sem eru dregin út fá interrail lestarmiða sem gildir frá 1-30 daga og er hægt að nota hvenær sem er á 12 mánaða tímabili eftir að þau eru dregin út.

Ungt fólk búsett á Íslandi fær auk þess flug yfir á meginlandið sem hluta af sínum passa, enda engar lestasamgöngur frá Íslandi.

Hægt er að lesa ýmislegt um DiscoverEU hér, en við bendum þó á að upplýsingarnar sem þarna eru miðast enn við íbúa Evrópusambandsins, því það á eftir að uppfæra þær fyrir aðkomu Erasmus+.

DiscoverEU: 12,000 travel passes available for 18-year-olds to explore  Europe in 2019

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.