Nú er kominn tími til að fara á stjá og skoða öll þau tækifæri sem Evrópa hefur upp á að bjóða fyrir ungt fólk.
Ár hvert heldur Eurodesk herferðina Time to Move sem er liður í að hvetja ungt fólk til að kynna sér tækifæri sem bjóðast út um alla Evrópu, hvort sem það er í formlegu eða óformlegu námi, á eigin vegum eða í verkefnum.
Í tilefni af Time to Move ætlum við að vera með nokkra netviðburði yfir mánuðinn, t.d. skemmtilegan gjafaleik sem verður opinn allan mánuðinn en líka nokkur Q&A (spurningar og svör) í beinni á instagram þar sem ungt fólk getur spurt okkur spjörunum úr um tækifæri erlendis.