Eurodesk könnunin 2021

13 September 2021

Taktu þátt í Eurodesk könnuninni og deildu þinni reynslu

Eurodesk er upplýsingaveita um þau tækifæri sem ungt fólk hefur til að fara til Evrópu í nám, sjálfboðaliðastörf, þjálfun og vinnu. Þar sem markmið Eurodesk er að veita ungu fólki og æskulýðsstarfsfólki ókeypis stuðning og gæða upplýsingar um þessi tækifæri viljum við skilja betur hvar áhugi ungs fólks liggur og hvernig er best að miðla þessum upplýsingum.

Við spyrjum því: 

  • Hvað finnst þér um að fara til útlanda eftir heimsfaraldurinn? 
  • Hvers konar tækifæri finnst þér mest spennandi?
  • Hvers konar upplýsingar fyndist þér vera gagnlegar?
  • Hvaða upplýsingaveitur notar þú?

Könnunin tekur u.þ.b. 10 mínútur og er í boði á eftirfarandi tungumálum:
búlgörsku, dönsku, ensku, frönsku, grísku, hollensku, íslensku, ítölsku,
króatísku, lettnesku, lithénsku, pólsku, rúmensku, slóvensku, spænsku, tékknesku, tyrknesku, úkraínsku og þýsku.

Ef þú ert á aldrinum 13-35 ára þá hvetjum við þig til að fylla út könnunina. Með því að svara henni geturðu deilt þínum skoðunum um þessi tækifæri og hvar þér finnst best að nálgast upplýsingar um þau. Hvort sem þú hefur farið til útlanda eða ekki, þá myndum við gjarnan vilja heyra frá þér.

Verðlaun í boði

Þau sem klára könnunina geta kosið að fara í útdrátt um að vinna Polaroid myndavél (3 í boði)

Til að taka þátt...

  • Verður að svara allri könnuninni
  • Verður að samþykkja að vera í leiknum

Einungis er hægt að senda inn eitt innlegg frá hverjum þátttakanda.

Hér er hlekkur á könnunina

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.