Evrópsk ungmennavika

Nú er evrópska ungmennavikan í fullum gangi og hafa Eurodesk á Íslandi og landskrifstofa Erasmus+ styrkt viðburði nokkurra samtaka sem fara fram í vikunni og í kringum hana. Hægt er að kynna sér málið á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #evrópskungmennavika og á samfélagsmiðlum þeirra aðila sem fengu styrk. 

Í ár eru fjögur þema á ungmennavikunni sem öll eiga að vekja ungt fólk til umhugsunar - enda slagorðið "með framtíðina í okkar höndum" viðeigandi sem endranær. 

1️⃣ Lýðræðisþátttaka ungs fólks ✅
2️⃣ Fjölbreytileiki og inngilding 🎉
3️⃣ Sjálfbærni og umhverfisvernd 🌿
4️⃣ Andleg og líkamleg heilsa ungs fólks eftir covid 🌗

Allir viðburðirnir sem fengu styrk snerta á einu eða fleiri af þessum þemum á einhvern hátt. 

🔸AIESEC á Íslandi fékk verður með viðburðinn Join the Rhythm þar sem ungt fólk fær þjálfun í leiðtogafærni
🔹Ungmennafélagið Æskan í Svalbarðsstrandarhreppi ætlar að efla lýðheilsu ungs fólks með námskeiðinu Frisbígolf fyrir alla og stuðla þannig að hreyfingu og útiveru
🔸Félagsmiðstöðin Tónabær heldur Fjölmenningarmánuð í maí og verða í vikunni með kennslu um matarsóun, fyrirlestur frá @antirasistarnir og afrískt kvöld
🔹Alþjóðleg ungmennaskipti verða með ljósmyndasýninguna Wonder of youth exchange til að kynna reynslu sjálfboðaliða á Íslandi
🔸Íslensk ættleiðing verður með sjálfstyrkingarnámskeiðið Um Börn Þjóða fyrir unga meðlimi í félaginu
🔹Sundráð ÍRB ætlar að halda viðburðinn Sterk saman með öflugt sjálfstraust til að efla sjálfsmynd ungs fólks í félaginu
🔸Ungir umhverfissinnar standa fyrir námskeiðinu Skrif til breytinga: ungt fólk hefur áhrif - til að valdefla ungt fólk í að koma skoðunum sínum á framfæri
🔹Félagsmiðstöðin Aldan stendur fyrir prjónakvöldi fyrir unga prjónara sem vilja efla tengslanet sitt og kynnast öðrum prjónurum. Lögð verður áhersla á sjálfbærni, vinna gegn loftlagskvíða og vekja athygli á skynditísku.
🔸Ungmennaráð bandalags íslenskra skáta stendur fyrir nokkrum viðburðum með áherslu á sjálfbærni: grænmetisræktun, hekl og prjón, ljósmyndamaraþon og útieldun.
🔹Prent & Vinir tanda fyrir námskeiði fyrir ungt fólk á vinnustofu Prents & vina að Laugalæk þar sem þátttakendur fræðast um umhverfisvæna risograph prentun, zine menningu og fá að prenta eigið smárit.

Ungmennavika