Evrópska ungmennavikan

07 May 2021

Evrópska ungmennavikan er hátíðahöld ungs fólks vítt og breitt um Evrópu, sem einsetur sér að sýna á hversu fjölbreyttan hátt það tekur þátt í sínu eigin samfélagi, hvort heldur sem er á heimaslóðum eða á svæðis- lands- eða jafnvel alþjóðlega vísu. Vanalega fara fram mörg hundruð viðburðir í þeim 33 löndum sem taka þátt í áætluninni Evrópa unga fólksins, allt frá kvikmyndahátíðum og skyndifundum til tónleika og götuskemmtana. Í ár er hátíðin með blönduðu sniði og eru viðburðir bæði haldnir í raunheimum og rafrænt.

Til þess að komast að því hvað er í bígerð í næsta nágrenni við þig, farðu þá inn á vef Evrópsku ungmennavikunnar og skoðaðu á viðburðina á landakortinu neðst á síðunni.

Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi ætla einnig að vera með nokkra skemmtilega gjafaleiki á Instagram ásamt því að kallað verður eftir umsóknum um styrki fyrir ungmennaviðburði sem haldnir verða í vikunni. Hægt er að lesa nánar um styrkina hér en þeir eru allt að 200.000 kr.

Þú getur einnig kynnt þér hvað um er að vera á Instagram og Facebook síðunum okkar, @eurodeskiceland og Eurodesk Ísland.

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.