Ný Erasmus+ áætlun farin í loftið (2021-2027)

29 March 2021

Með nýrri áætlun opnast ný tækifæri

Nýja Erasmus+ áætlunin hefur í för með sér milljónir tækifæra til að kynnast og upplifa Evrópu 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ýtti nýrri Erasmus+ áætlun úr vör í síðustu viku. Nýja áætlunin býður upp á fjölda tækifæra til að læra erlendis, fara í starfsnám eða þjálfun, eða stuðla að starfsmannaskiptum á sviði menntunar, þjálfunar, ungmennastarfs og íþrótta. Samhliða nýrri Erasmus+ áætlun er einnig ný European Solidarity Corps áætlun, en ESC er sjálfboðaliðaáætlun framkvæmdastjórnarinnar og með henni hefur fjöldi ungmenna farið erlendis eða komið til Íslands og stuðlað að bættu samfélagi.

Áætlunin felur í sér ýmis áhugaverð tíðindi fyrir ungt fólk

Áætlunin mun styðja við verkefni sem stuðla að þátttöku ungs fólks í lýðræðinu, m.a. með því að veita styrki fyrir samfélagsverkefni.

Frá og með næsta ári verður Ísland einnig orðið þátttakandi í DiscoverEU, en það verkefni verður framvegis undir Erasmus+ (það var áður sjálfstætt verkefni). DiscoverEU er áætlun sem gerir 18 ára ungmennum kleift að ferðast um Evrópu og uppgötva þá möguleika sem álfan hefur upp á að bjóða.

Grundvallaratriði Erasmus+ áætlunarinnar 2021-2027 eru:

  • Inngildandi Erasmus+: Öllum eru tryggð jafnir möguleikar á þátttöku, óháð menningarlegum, félagslegum eða efnahagslegum bakgrunn, búsetu og líkamlegra eða andlegra hamlana.
  • Stafrænt Erasmus+: Býður upp á hágæða stafræna þjálfun og samskipti til að styrkja stafræna færni.
  • Grænt Erasmus+: Hvetur til umhverfisvænni ferðamáta í samræmi við European Green Deal ásamt því að vekja athygli á verndun náttúru og loftlagsbreytingum.

26.2 milljarðar Evra 

U.þ.b. 26.2 milljarðar Evra verða veitt í áætlunina, auk 2.2. milljarða viðbótarframlags frá öðrum ESB áætlunum. Heilt á litið fara 70% af þeirri upphæð í þau verkefni sem stuðla að hreyfanleika ungs fólks, eins og skiptinám og starfsnáms hluta áætlunarinnar sem og Discover EU.

Talið er að áætlunin muni gagnast 10 milljón manns og sýnir hún að hvaða marki tækifæri í Evrópu eru mikilvæg fyrir ungt fólk og í menntun.

Hér er hægt að lesa meira.

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.