Teiknimyndasamkeppni

22 February 2021

Teiknimyndasamkeppni í tilefni af 25 ára afmæli Peking-sáttmálans.

UN Women, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ásamt Belgíu, Frakklandi og Mexíkó, í samvinnu við Cartooning for Peace hafa sett á fót teiknimyndasamkeppni sem hluta af herferðinni „Generation Equality: Realizing women’s rights for an equal future“. Herferðin er undirbúningur fyrir alþjóðlega ráðstefnu í París um jafnrétti kynjanna, Generation Equality Forum, sem er ríkisstjórnir Frakklands og Mexíkó fara fyrir í samstarfi við ýmsar stofnanir.

Peking sáttmálinn og aðgerðaráætlun hans fagna í ár 25 ára afmæli sínu. Sáttmálinn hefur verið talinn einn sá framsæknasti til að efla réttindi kvenna. Sáttmálinn er enn í dag nýttur sem leiðarvísir fyrir jafnrétti kynjanna og til að stuðla að mannréttindum kvenna og stúlkna um allan heim.

Kynntu þér sáttmálann og fáðu innblástur: Í sáttmálanum eru 12 atriði nefnd sem eru áhyggjuefni (12 critical areas of concern) sem verkið þarf að vera skírskotun í. Verkið á að vera teiknuð mynd eða teiknimyndasaga og má ekki innihalda orð.

Þátttökuskilyrði

  • Vera á aldrinum 18 til 28 ára
  • Trúa á jafnrétti kynjanna
  • Vilja miðla þinni hugmynd um jafnréttiskynslóðina (gender equal generation)

Sigurvegararnir fá peningaverðlaun og þeim verður boðið að vera viðstaddir sýndaropnun ráðstefnunnar í París.

Frestur til að senda inn teikningar er 14. mars 2021.

Kynntu þér málið og sendu inn þína mynd hér.

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.