Reynslusaga frá Grikklandi

16 December 2020

Sjálfboðaliðastörf auka víðsýni 

 

Þann 5. desember síðastliðinn var dagur sjálfboðaliðans haldinn hátíðlegur. Af því tilefni fengum við nokkrar reynslusögur sendar frá sjálfboðaliðum á Íslandi eða sem hafa farið héðan í sjálfboðastörf erlendis. Hér er frásögn Alex Kalantzis sem er búsettur á Íslandi en fór til Grikklands í sjálfboðaliðstörf á þessu ári.

Alex er sjálfboðaliði hjá samtökunum FreeAndReal á Grikklandi, en samtökin leggja áherslu á jafnrétti, virðingu, þekkingu og aðgengi fyrir alla að sjálfbærum lifnaðarháttum. Eitt markmiða samtakanna er að byggja upp sjálfbær og umhverfisvæn samfélög á Grikklandi sem geti verið innblástur fyrir samfélög í öðrum löndum.

 

Lærði byggingavinnu og að vinna með timbur

Eins og Alex segir frá þá gengur allt nokkuð vel hjá honum í Grikklandi þrátt fyrir aðstæðurnar útaf COVID-19. „Hægt og rólega er veturinn að koma og taktar verkefnisins fara hægar. Þegar ég kom í júlí var einnig annað sjálfboðaliðaverkefni í gangi hér þannig að við vorum um 20 manns hér í sjálfboðaliðastörfum. Við lærðum aðallega byggingavinnu og annars konar vinnu með timbur, sem er fullkomið fyrir mig þar sem ég vildi alltaf fá meiri reynslu á þessu sviði! Helstu hlutirnir sem við unnum að voru að byggja útisundlaug, byggja kubbaveggi til að klára byggingu sem þegar var til, við gerðum líka tréhús og síðasta húsið sem við unnum er áætlað að vera skrifstofa.“
Gott að vera hluti að teymi 
„Almennt finnst mér ég vera nátengdur öðrum hér og hluti af teyminu. Núna erum við 6 manns sem búum hér og ég tel þá vera alla mína vini. Við fengum líka tækifæri til að fara í litla ferð saman sem tengdi okkur enn frekar. Öll reynslan af því að taka þátt í verkefni af þessu tagi á vegum Free and Real eykur víðsýni þar sem þú hefur nægan tíma til að velja og ákveða hvað þú vilt gera, í daglegu lífi en einnig til framtíðar. Við vinnum öll saman að sama marki þannig að aðrir sjálfboðaliðar sýna frumkvæði í fjölbreyttum daglegum verkefnum.“
Man doing gardening work

Fyrir annað fólk á Íslandi sem langar að taka þátt hjá sjálfboðaliðasamtökum myndi ég hiklaust mæla með Free And Real, ekki aðeins vegna verkefnanna heldur einnig fyrir umhverfið og staðsetninguna sem er falleg.

Við þökkum Alex kærlega fyrir að deila reynslu sinni með okkur og öllum þeim sem hafa áhuga á sjálfboðaliðastörfum.

Print Friendly, PDF & Email

Stay updated.

Subscribe to the monthly Eurodesk newsletter. Read past issues here.

ÚTGEFANDI

Eurodesk á Íslandi 
Borgartún 30, 105 Reykjavík
+ 354 515 5800
Iceland
eurodeskis@eurodesk.eu

Gerð þessarar vefsíðu var styrkt með fjármagni frá framkvæmdastjórn ESB. Eurodesk.is endurspeglar einungis viðhorf höfundar (Eurodesk). Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á neinni notkun þeirra upplýsinga sem hér finnast. 

© Eurodesk, 2020. Eurodesk is a registered trademark of Eurodesk Brussels Link.