Sjálfboðaliðastörf auka víðsýni
Þann 5. desember síðastliðinn var dagur sjálfboðaliðans haldinn hátíðlegur. Af því tilefni fengum við nokkrar reynslusögur sendar frá sjálfboðaliðum á Íslandi eða sem hafa farið héðan í sjálfboðastörf erlendis. Hér er frásögn Alex Kalantzis sem er búsettur á Íslandi en fór til Grikklands í sjálfboðaliðstörf á þessu ári.
Alex er sjálfboðaliði hjá samtökunum FreeAndReal á Grikklandi, en samtökin leggja áherslu á jafnrétti, virðingu, þekkingu og aðgengi fyrir alla að sjálfbærum lifnaðarháttum. Eitt markmiða samtakanna er að byggja upp sjálfbær og umhverfisvæn samfélög á Grikklandi sem geti verið innblástur fyrir samfélög í öðrum löndum.
Lærði byggingavinnu og að vinna með timbur
Fyrir annað fólk á Íslandi sem langar að taka þátt hjá sjálfboðaliðasamtökum myndi ég hiklaust mæla með Free And Real, ekki aðeins vegna verkefnanna heldur einnig fyrir umhverfið og staðsetninguna sem er falleg.