Síðustu vikur höfum við verið að vinna að því að koma þessari heimasíðu í loftið. Verkinu er ekki alveg lokið en vefurinn þó opinn og hægt að skoða það sem nú þegar er komið inn. Við erum að minnsta kosti óskaplega ánægð að geta boðið upp á íslenska síðu fyrir notendur okkar hérlendis. Vefurinn er með tengla beint inn á upplýsingaveitu Eurodesk í Evrópu þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna á ensku.
Hér verða svo birtar fréttir af því sem er að gerast innanlands, reynslusögur eins og frásögn Valeriu sem er sjálfboðaliði á Íslandi, sem og upplýsingar um tækifæri fyrir íslensk ungmenni erlendis, en þau eru fjölmörg.
Þá er hægt að fletta í gegnum tækifærislistann (Opportunity finder) en hann er sniðugt tól með yfirlit yfir allskonar tækifæri fyrir ungt fólk sem langar út í heim. Þar er gott að velja Ísland úr fellilistanum vinstra megin á síðunni til þess að vera viss um að fá upp tækifæri sem eru í boði fyrir fólk sem búsett er hér.